Lýsing

3-4 skór

8. ágúst, laugardagur

Brottför kl. 8  á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23

Safnast saman í bíla ef vill.

Fararstjórn: Ásdís Skúladóttir og Sigurbjörg Rún Jónsdóttir 


Möðruvallafjall er tignarlegt fjall sem rís yfir austanverða Eyjafjarðarsveit. Það tengist nærliggjandi fjöllum og hálendissvæðum og býður upp á fjölbreyttar og skemmtilegar gönguleiðir. Útsýnið af fjallinu er mikið og þar sem má njóta kyrrðar og náttúrufegurðar í ríkum mæli. Í þessari ferð er ætlunin að kanna landslagið, njóta samveru og upplifa náttúruna. Fyrsti hluti leiðarinnar er nokkuð brattur, en eftir það er hún fremur greiðfær. Ekið verður fram Eyjafjörð að austanverðu og bílum lagt við Sámsstaði, þar sem gangan hefst. Gengið verður upp á hálsinn ofan við bæinn og þaðan að Öxnafellsnibbu (820 m), sem er nyrsti hluti Möðruvallafjalls. Þaðan verður haldið suður eftir fjallinu að hæsta punkti þess, um 1000 m yfir sjávarmáli. Gangan heldur áfram til suðurs þar til komið er að Illagili í Sölvadal. Þá verður gengið á Kerhólsöxlina (960 m) og þaðan fylgt þægilegum vegslóða niður í Sölvadal með Illagil á hægri hönd. Gengið er yfir brú á Núpá norðan Eyvindarstaða, þar sem ferðinni lýkur. Að lokinni göngu verður hópurinn sóttur í Sölvadal síðla dags.


Vegalengd: 21 km. Gönguhækkun: 1100 m.


Mikilvægt er að þátttakendur séu í góðum gönguskóm og hafi meðferðis göngustafi. Nauðsynlegt er að taka með sér orkuríkt nesti og nægt vatn. Á leiðinni verða teknar góðar pásur og ef aðstæður leyfa verður boðið upp á hugleiðslu og slökun fyrir þá sem vilja. Að göngu lokinni verða gerðar teygjuæfingar til að liðka líkamann.


Verð: Verð: 5.200 / 6.900 kr. Innifalið: Fararstjórn

Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.



Skráning í ferðina
Skráning í ferðina

Búnaður

  • Gönguferðir: 3-4 skór

    Erfiðar ferðir: Nokkuð langar dagleiðir, 6 - 8 klst. Gengið í fjalllendi og jafnvel lausum skriðum. Getur þurft að vaða erfiðar ár. Ef gist er þá er það oftast í húsum og þá þarf að bera svefnpoka.




    Mjög erfiðar ferðir: Erfiðar og langar dagleiðir yfir 10 klst. Gengið með allt á bakinu, oft í bröttu fjalllendi, lausum skriðum og stórgrýti. Búast má við erfiðum ám. Aðeins fyrir fólk í mjög góðri þjálfun.


    ATH. Fararstjóri tekur fram ef annan búnað þarf


    Nauðsynlegur búnaður er meðal annars:

    Gönguskór sem henta utan slóða og veita góðan stuðning

    Bakpoki (dagpoki) gott að hann sé með bakpokahlíf

    Göngustafir ef vill

    Sólgleraugu, sólarvörn og varasalvi, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír

    Höfuðljós ef búast má við að ganga í myrkri

    Viðeigandi fatnaður, hlífðarföt, sokkar til skiptanna, húfa og vettlingar

    Vaðskór ef gefið er upp að það þurfi að vaða

    Sjúkragögn, hælsærisplástur, teygjubindi og verkjalyf og annað smálegt

    Vatn/drykkir og nesti til dagsins (einnig göngunasl)

    Hæfilegt magn af orkuríku nesti og drykkjum (eftir lengd, aðstæðum og fyrirkomulagi ferðar)

    Alltaf gott að hafa í bakpokanum: Flugnanet, legghlífar, buff og léttir broddar, viðgerðasett (nál, tvinni, lítil skæri), klemmur

    Kort, áttaviti, GPS tæki